Móskarðshnjúkar 14.02.2010

Móskarðshnjúkar

Nú var röðin komin að Móskarðshnjúkum. Fjalli númer 6 hjá hópnum og eru þá aðeins 46 fjöll eftir áður en árið er úti. Allir í hópnum verða látnir sverja upp á æru og trú að þeir ætli að klára prógrammið. Ég bakka ekki út úr þessu enda er ég orðheldinn maður. Ég á hinsvegar eftir að ganga plankann sem Páll kom með sem staðgengil stokksins sem allir eiga að stíga á. En nú stóð til að stíga á tind Móskarðshnjúks(a).
Þeir sem ekki vita hvernig á að komast sem næst fjallinu til að hefja göngu skulu nú taka eftir. Akið inn Mosfellsdalinn og beygið inn fyrsta afleggjara til vinstri eftir að ekið er framhjá Gljúfrasteini, húsi Halldórs Laxness. Afleggjarinn er merktur "Hrafnhólar" og stendur græn kofastrýta við veginn. Akið eftir veginum og farið yfir brúnna framhjá gulum og rauðum bæjarhúsum og svo meðfram ánni. Ekki skal yfir vaðið á ánni heldur er beygt til hægri og farið í gegnum hliðið (muna að loka á eftir sér) og ekið inn veginn framhjá nokkrum sumarhúsum þar til komið er að enda vegarins en þar er bílaplan. Vegurinn getur stundum verið erfiður en fær flestum bílum yfirleitt. Gengið er yfir ánna á göngubrú og aðeins eftir veginum og aftur yfir litla á. þá er sveigt af veginum, upp melana og stefnt á öxlina hægra megin við áberandi gráan stapa sem ég held að heitir Gráhnjúkur. Þegar komið er upp á hrygginn er farið til vinstri eftir hryggnum upp að áberandi skáskorinni leið sem liggur að skarðinu milli austustu hnjúkanna. þetta sést vel á korti af gönguleiðinni sem við gengum og hægt er að hlaða niður hér að neðan. Kalt var í veðri lágskýjað með snjófjúki og ekki útlit fyrir gott skyggni. En það rofaði til öðruhvoru með fögru útsýni og þegar við vorum hlémegin við tindinn þá blússaði hitinn upp og ríkti hálfgerð Alpa-stemning. Á niðurleiðinni komum við á upp á stapa sem ég held að heiti Gráhnjúkur og stálumst í nokkrar kleinur sem hugulsöm kona hafði borið með sér á tindinn og til baka. Á þessu var smjattað á meðan dáðst var að útsýninu. Þegar komið var niður á bílaplan biðu okkar fleiri pönnukökur og kleinur í boði afmælisbarna fyrri 6 mánaða árs. í næsta mánuði munu svo haustbörnin bjóða bakkelsið. Ég er ekki viss um hvort ég hafi grennst eða bætt á mig í þessari ferð. Eftir kleinuátið brunaði ég svo beint í Álftaneslaugina og skriðsynti 200 metrana. Svo var slappað af í pottinum. 

Myndir úr ferðinni!

Myndir af myndavef FÍ

Ath! upplýsingar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu en ekki af viðurkenndu landakorti.
Einnig er hægt að hlaða niður korti af gönguleiðinni í PDF skjali hér að neðan. 

 Fjall:
 Móskarðshnjúkar
 Dagur:
 sun 14-02-2010
 Upphaf kl:
 11:20
 Hæsta punkti náð kl:
 13:08
 Uppgöngutími: 1 klst 48 mín
 Göngulok kl:
 14:37
 Göngutími alls:
 3 klst 17 mín
 Upphafshæð GPS:
 115 m
 Mesta hæð GPS:  828 m
 Hækkun: 713 m
 Göngulengd GPS:
 7,3 km

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband