Kvöldganga á Esju 09.03.2010

Kvöldganga á Esju - Langihryggur og Steinn

Kvöldganga á Esju. Þrjátíu manna hópur staðráðinn að ná sér í lopahúfu lagði af stað inn í þokuna upp á Langahrygg og upp fyrir Stein. Veður var mjög blautt, þykk þoka og mikil aurbleyta í fjallinu. Þegar við komum upp að Steini var eins og hefði fallið aurskriða þarna uppfrá. Fórum aðeins upp fyrir Steininn að snjólínu og ákváðum að snúa við enda svarta þoka. Gengum svo niður göngustíginn að Esjustofu. Þrátt fyrir ágætan fatnað var ég blautur í gegn þegar ég kom niður.

Myndir úr ferðinni!

Ath! upplýsingar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu.
Einnig er hægt að hlaða niður korti af gönguleiðinni í PDF skjali hér að neðan.  

 Fjall: Esja - Langihryggur upp að Steini
 Dagur: þri 09-03-2010
 Upphaf kl:
 18:02
 Hæsta punkti náð kl:
 19:37
 Uppgöngutími: 1 klst 35 mín
 Göngulok kl:
 20:35
 Göngutími alls:
 2 klst 33 mín
 Upphafshæð GPS:
 17 m
 Mesta hæð GPS:
 621 m
 Hækkun: 604 m
 Göngulengd: 6,8 km

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Áhugaverð umfjöllun - einkum tæknilega. Sjálfur tek ég saman svona gögn, en er með miklu grófara kort. Hvaða gerð af GPS-tæki ertu með? Ég er með 301 og kortið sem ég fæ út er ekki eins fíngert og hjá þér, hvað varðar hæðarlínur og svoleiðis. (flosik@simnet.is)

Flosi Kristjánsson, 10.3.2010 kl. 17:48

2 Smámynd: Sigurbjörn Úlfarsson

Sæll Flosi
Ég er með Garmin GPSmap 60CSx og nýjasta Íslandskortið fyrir Garmin. Tækið sem ég er með tekur nákvæmari ferla en það sem þú ert með. Ég læt tækið taka 6 punkta á mínútu til að mynda ferilinn. Svo keyri ég ferlana inn í tölvuna hjá mér í gegnum MapSource frá Garmin. Þar er hægt að leggja ferilinn t.d. inn á Google Earth með því aðfara í view og view in google earth eða prenta út í PDF skjal. 301 tækið sem þú ert með er fyrst og fremst hugsað sem hlaupaæfingatæki og tekur ekki eins þéttan feril og 60 tækið.

sjá hér: Garmin GPSmap 60CSx

sjá hér: Nýja Íslandskortið

Sigurbjörn Úlfarsson, 11.3.2010 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband