Vífilsfell 20.03.2010

Á Vífilsfelli

Á laugardaginn var fóru þorparar á Vífilsfell sem er fjall númer 11 í fjallaframhaldseríunni "52 fjöll". í upphafi var ætlunin að ganga úr Jósepsdalnum en á leiðinni þangað var okkur snúið við í námurnar fyrir neðan fjallið. Líklegast hefur vegurinn inn í Jósepsdal verið vafasamur. Þegar við komum í námurnar var þar fyrir hópur austurbæinganna sem átti að ganga þaðan. Það var því tvöfaldur hópur sem fór á Vífilsfellið upp úr námunum. Við þorparar leyfðum austurbæingum að fara á undan. Þegar komið var upp á stallinn fyrir neðan móbergsklappirnar var að sjálfsögðu farið í leiki. Keppt var í boðhlaupi og auðvitað var ég í vinningsliði. Færið var gott framan af en eftir því sem ofar dró og fleiri tróðu í sporin varð snjórinn á móbergsklöppunum hálli og eftir á að hyggja hefði verið gott að vera með gorma eða nagla undir skónum. En allt gekk þetta vel og við fetuðum okkur örugglega yfir klappirnar. Ekki var útsýnið mikið vegna þokunnar sem í staðinn sló ævintýraljóma á umhverfið. Á leiðinni niður tókum við framúr austurbæingum og var meðalhraðinn á okkur þó ekki meiri en 2 km/klst vegna hálkunnar. þegar komið var aftur niður á stallinn fyrir neðan móbergsklappirnar sást vel yfir undirlendið fyrir neðan og niður í námurnar þar sem bílunum var lagt. Þegar austurbæingarnir komu niður buðu þeir í kökuveislu með kakói en við hjónin þurftum að bruna í bæinn aftur. Ég fór svo í vöðvaslökun í Sundlaug Álftaness til að ljúka ferðinni eins og góðar venjur segja til um. Vífilsfell er mjög skemmtillegt fjall að ganga á og í góðu skyggni er útsýnið yfir höfuðborgina og nágrenni mjög gott.

Myndir úr ferðinni!

Myndir af myndavef FÍ

Ath! upplýsingar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu.
Einnig er hægt að hlaða niður korti af gönguleiðinni í PDF skjali hér að neðan.

 Fjall: Vífilsfell
 Dagur: lau 20-03-2010
 Upphaf kl:
 09:09
 Hæsta punkti náð kl:
 10:46
 Uppgöngutími: 1 klst 37 mín
 Göngulok kl: 11:50
 Göngutími alls:
 2 klst 41 mín
 Upphafshæð GPS:
 241 m
 Mesta hæð GPS:
 672 m
 Hækkun:  431 m
 Göngulengd - meðalhraði
 4,3 km - 2 km/klst

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband