Páskaeggjahnjúkar 21.03.2010

Af móskarðshnjúkum í páskaeggjaleit

Máttur súkkulaðsins er mikill. Að morgni síðasta sunnudags dró hann fjölda manns í slæmu veðri upp á Móskarðshnjúka. En öllum hafði verið lofað páskaeggi frá Góu fyrir að ganga á Móskarðshnjúk. Í upphafi var veðurútlitið ekki mjög bjart og ég lagði af stað heiman frá mér með semingi þó. Leiðin upp að bílastæði var blaut og aurug enda festu nokkrir bíla sína á veginum. Hnjúkarnir voru á bakvið snjómuggu þegar lagt var af stað. Eftir því sem við komum ofar í hlíðina fór að hvessa og snjóa lárétt með. Ákveðið var stuttu seinna að þeir sem vildu gætu snúið við og fór hluti hópsins til baka. Áfram hélt harðasta fólkið og barðist á móti vindi og aðráttarafli, ofar og ofar. Þegar komið var upp í skarðið á milli hnjúkana var ákveðið að láta þetta gott heita enda bálhvasst þarna uppi og fauk fólk til í mestu hviðunum. Þegar við vorum komin niður á bílaplanið aftur var okkur litið upp í skarðið þar sem við höfðum staðið í hríðarstormi fyrir stundu og var þá heiður himinn og leit allt mjög saklaust út. Svona getur íslenska veðrið verið hverfult. En nú var komið að því sem allir biðu eftir - PÁSKAEGGJUNUM. Allir fengu eitt alvöru súkkulaðiegg (ekki álpappírskúlu) í verðlaun og svo var dregið úr einu stóru. Svo brenndi ég út á Álftanes í sund.

Myndir úr ferðinni!

Ath! upplýsingar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu.
Einnig er hægt að hlaða niður korti af gönguleiðinni í PDF skjali hér að neðan.

 Fjall: Móskarðshnjúkar
 Dagur: sun 21-03-2010
 Upphaf kl:
 10:18
 Hæsta punkti náð kl:
 11:49
 Uppgöngutími:
 1 klst 31 mín
 Göngulok kl:
 12:52
 Göngutími alls:
 2 klst 34 mín
 Upphafshæð GPS:
 151 m
 Mesta hæð GPS:  710 m
 Hækkun: 559 m
 Göngulengd - Meðalhraði GPS
 6,0 km - 2 km/klst

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband