Kvöldganga á Esju 10.03.2010

Esjuganga - litið til baka af göngustígnum

Þriðja kvöldgangan á Esju. Nú var bjartara veður en í göngunni á þriðjudagskvöldið. Gönguleiðin var heldur ekki eins blaut og greinilega snjóað efst í fjallið. Ákveðið var að hafa gönguna einfalda að þessu sinni og farin hefðbundin leið eftir göngustígnum upp fyrir Stein. þegar við vorum komin upp að Steini eftir u.þ.b. 1 klst göngu þéttist þokan og var farin að skríða neðar í hlíðarnar. Við fórum aðeins upp fyrir Stein og stoppuðum í 618 metra hæð enda þokan orðin þykk og sást ekki upp í klettana. Einn mjög vanur úr hópnum fór þó alla leið upp fyrir klettabeltið. Við hin létum okkur nægja þessi hækkun og tekin var hópmynd af okkur. Að því loknu gengum við niður sömu leið og við komum upp. í næstu göngu fáum við verðlaun; SÚKKULAÐIKÖKU!

Myndir úr ferðinni!

Ath! upplýsingar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu.
Einnig er hægt að hlaða niður korti af gönguleiðinni í PDF skjali hér að neðan.  

 Fjall: Esja - upp að Steini
 Dagur: mið 10-03-2010
 Upphaf kl:
 17:55
 Hæsta punkti náð kl:
 19:15
 Uppgöngutími: 1 klst 20 mín
 Göngulok kl:
 20:10
 Göngutími alls:
 2 klst 33 mín
 Upphafshæð GPS:  17 m
 Mesta hæð GPS:
 618 m
 Hækkun: 601 m
 Göngulengd alls:
 6,7 km

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband