Skálafell 07.02.2010

Skálafell

Lögðum af stað frá bílastæðinu við skíðaskálann eftir smá upphitun. Búið var að skipta stóra hópnum upp í þrjá minni um 50 einstaklingar í hverjum hópi. Einn hópurinn lagði á Móskarðshnjúka, annar á Húsfell ofan Garðabæjar og okkar hópur átti að storma á Skálafell. Hópurinn okkar var myndaður af fólki úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, þ.e.a.s. þeim sem ekki áttu heima á Seltjarnarnesi, vestur- eða austurhluta Reykjavíkur. Hugmyndir komu um tvö nöfn á hópinn okkar; "Nágrannar" eða "Þorparar". Mér skilst að þetta verði ákveðið síðar í kosninum. Veðrið var svalt á bílastæðinu og kólnaði eftir því sem ofar kom. Á uppleiðinni ræddum við heimspeki og heilsumál þjóðarinnar; Haraldur, Eyþór og ég. Þetta er orðinn fasti í göngunum hjá okkur að ræða efni morgunþáttarins "Heimur Hugmyndanna" og höfum við gaman af, enda hefur verið sagt að göngutúrinn sé besti vinur heimspekingsins. Í skjóli við endurvarpsstöðina á Skálafelli mynduðum við hring og var farið í nafnaleik til að læra nöfn allra í hópnum. Ég verð að viðurkenna að þekki ég nú ekki alla þrátt fyrir að vera næstum síðastur í röðinni í leiknum og þurfti að endurtaka öll nöfnin á þeim sem voru á undan mér áður en ég fékk að kynna mig. Eftir að hafa leikið okkur um stund og fengið okkur hressingu sáum við til hópsins sem var að þokast upp Móskarðshnjúkana. Ákveðið var að ganga út á nef Skálafells næst Móskarðshjúkum og veifa til hins hópsins. Vindur var nokkuð stífur og frostið beit í kinnar því var stansað stutt og gefin frjáls ferð niður, sem einhver gárungurinn kallaði "óheftan niðurgang". Við gengum niður snjólausar skíðabrekkurnar. Skemmtileg ganga í björtu veðri með góðu útsýni, hæfilega erfið ganga sem kom mér á óvart. Ég þarf ekki að taka það fram að eftir ferðina gekk ég til lauga á Álftanesi.


Ath! upplýsingar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu en ekki af viðurkenndu landakorti.
Einnig er hægt að hlaða niður korti af gönguleiðinni í PDF skjali hér að neðan.

 Fjall: Skálafell
 Dagur: sun 07-02-2010
 Upphaf kl:
 10:55
 Hæsta punkti náð kl:
 12:11
 Uppgöngutími: 1 klst 16 mín
 Göngulok kl: 14:00
 Göngutími alls:
 3 klst 05 mín
 Upphafshæð GPS: 388 m
 Mesta Hæð GPS:
 790 m
 Hækkun: 402 m
 Göngulengd GPS:  7,6 km

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband