Húsfell 20.02.2010
24.2.2010 | 10:05
Einhvern tíma heyrði ég af fyrirbæri sem var kallað "10 á toppnum" og var þar átt við gamla Bronco jeppa sem komu til landsins með læstu afturdrifi (no-spin). Þessum drifbúnaði voru margir íslendingar ekki vanir. Búnaðurinn hafði þá (ó)náttúru þegar ekið var á malbiki og teknar krappar beygjur hvellsmall í drifinu með snöggum kippum og tók bíllinn stundum stjórnina af bílstjóranum með þeim afleiðingum að þeir ultu á toppinn. Þetta á hinsvegar ekki við um "52 á toppnum" því þar er allt undir Kontról. Nú var fjall númer 7 í sigtinu, Húsfell fyrir ofan Heiðmörk í Garðabæ/Hafnarfjörð. Hópurinn hittist á bílastæðinu við kaldársel ofan við Hafnarfjörð í blíðu og einstakri ljósadýrð á svölum laugardagsmorgni. Hafist var handa við upphitunarleiki, jafnvægiskúnstir, hopp og teygingar. Þá var lagt af stað og gengið eins og þegar farið er á Helgafell en haldið áfram á milli Helgafells og Valahnjúka. Þetta er greinileg leið, gamall smalavegur og reiðstígur. Þegar komið er fyrir endann á Valahnjúkshryggnum sveigir vegurinn til vinstri og sést þá Húsfell eins og eyja í hraunhafi. Svo var gengið yfir mosavaxna hraunölduna og áð í grænni lautu smá stund áður en lagt var á hallann. Gengið var upp suðvestur öxlina og er auðveld og jöfn ganga. Á uppleiðinni var rekinn kosningaáróður fyrir nafni hópsins enda stóð til að kjósa milli "Nágrannar" og "Þorparar" þegar toppnum var náð. Var ýmsu lofað og nú er bara að bíða og heyra hvernig fagurgalinn hljómar. Kosið var með fótunum og gengið í tvær fylkingar. Niðurstaðan var afgerandi "Þorparar" skal hann heita. Tekin var hópmynd á toppnum og svo niður bratta skriðu norðvestan megin. þá var gengið til baka í Valaból og stoppað smástund þar. Eftir skemmtilegar teygingar á bílaplaninu lokaði ég ferðinni eins og venjulega með sundtökum í Álftaneslauginni.
Ath! upplýsingar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu.
Einnig er hægt að hlaða niður korti af gönguleiðinni í PDF skjali hér að neðan.
Fjall: | Húsfell |
Dagur: | lau 20-02-2010 |
Upphaf kl: | 09:12 |
Hæsta Punkti náð kl: | 10:33 |
Uppgöngutími: | 1 klst 21 mín |
Göngulok kl: | 12:15 |
Göngutími alls: | 3 klst 03mín |
Upphafshæð GPS: | 82 m |
Mesta Hæð GPS: | 306 m |
Hækkun: | 224 m |
Göngulengd GPS: | 10,4 km |
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Athugasemdir
Gaman að þessu. Dóttir mín er í hópnum og er rosalega ánægð með þetta.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.2.2010 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.