Mosfell 24.01.2010

Af Mosfelli í Mosfellsdal

Um 160 manna hópur gekk á Mosfell í Mosfellsdal í rigningu, roki og litlu skyggni. Leiðin var aurblaut á mörgum stöðum upp í ökkla eftir skyndileg hlýindi. Mér þótti þetta þokkalega gaman þó að myndavélin mín hafi verið á öðru máli. Skyggnið var ekki mikið þegar upp var komið en útsýnið er örugglega flott í góðu veðri. Uppi á toppnum söng hópurinn svo saman "kátir voru karlar" áður en haldið var aftur af stað niður. Ég þurfti að setja göngugallann í þurrk og þvo skóna mína eftir þessa stuttu en skemmtilegu ferð. Fór svo í sundlaug Álftaness, sund, sauna og heitan pott til að skola af sjálfum mér. Það er fátt betra en að enda svona dag með laugarferð. Hér að neðan er hægt að sjá kort af gönguleiðinni í PDF-skjali (sundlaugaferilinn fylgir ekki). 
Athugið að upplýsingarnar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu eins og áður.

Einnig er hægt að sjá meira á myndavef Ferðafélags Íslands 

 Fjall: Mosfell í Mosfellsdal
 Dagur: sun 24-01-2010
 Upphaf kl: 11:00
 Hæsta punkti náð kl:  11:52
 Uppgöngutími: 52 mín
 Göngulok kl: 12:30
 Göngutími alls: 1 klst 30 mín
 Upphafshæð GPS 74 m
 Mesta hæð GPS 296 m
 Hækkun: 222 m
 Göngulengd: 3,7 km


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband