Kvöldganga á Esju 11.03.2010

Mosfellsbær af Esju í kvöldþoku

Fjórða kvöldgangan á Esjuna í raðgönguverkefni Ferðafélagsins "Esjan, fimm daga í röð" var farin í gærkvöldi. Frábært veður og frábærir ferðafélagar. Lagt var af stað frá Esjubergi upp á Langahrygg og gengið eftir honum að Steini, svo niður hefðbundna leið að Esjustofu þar sem okkar biðu súkkulaðikökur með þverhandarþykku kremi Namminamm! Takk kærlega Fríða! Svo greiddi Þórður út fyrirfram verðlaun fyrir góðan árangur og þátttöku í öllum ferðunum Cintamani lopahúfa með Ferðafélagsmerkinu ísaumuðu. Allir lofuðu að mæta morguninn eftir í fimmtu og síðustu gönguna kl 6:30 f.h.  Þrátt fyrir súkkulaðiátið er ég ekki frá því að ég hafi lagt af á þessum fjórum dögum. A.m.k er ég farinn að passa í buxur sem eru búnar að dvelja ansi lengi innst í fataskápnum og ég var um það bil að fara að afskrifa. Aðeins ein ganga eftir til að ljúka þessu verkefni.

Myndir úr ferðinni!

Ath! upplýsingar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu.
Einnig er hægt að hlaða niður korti af gönguleiðinni í PDF skjali hér að neðan.  

 Fjall: Esja - Esjuberg-Langihryggur-Steinn-Esjustofa
 Dagur: Fim 11-03-2010
 Upphaf kl:
 18:07
 Hæsta punkti náð kl:
 19:37
 Uppgöngutími: 1 klst 30 mín
 Göngulok: 20:40
 Göngutími alls:
 2 klst 33 mín
 Upphafhæð GPS:  10 m
 Mesta hæð GPS:
 604 m
 Hækkun:
 594 m
 Göngulengd - meðalhraði:
 7,0 km - 3 km/klst

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband