Kvöldganga á Esju 09.03.2010

Kvöldganga á Esju - Langihryggur og Steinn

Kvöldganga á Esju. Þrjátíu manna hópur staðráðinn að ná sér í lopahúfu lagði af stað inn í þokuna upp á Langahrygg og upp fyrir Stein. Veður var mjög blautt, þykk þoka og mikil aurbleyta í fjallinu. Þegar við komum upp að Steini var eins og hefði fallið aurskriða þarna uppfrá. Fórum aðeins upp fyrir Steininn að snjólínu og ákváðum að snúa við enda svarta þoka. Gengum svo niður göngustíginn að Esjustofu. Þrátt fyrir ágætan fatnað var ég blautur í gegn þegar ég kom niður.

Myndir úr ferðinni!

Ath! upplýsingar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu.
Einnig er hægt að hlaða niður korti af gönguleiðinni í PDF skjali hér að neðan.  

 Fjall: Esja - Langihryggur upp að Steini
 Dagur: þri 09-03-2010
 Upphaf kl:
 18:02
 Hæsta punkti náð kl:
 19:37
 Uppgöngutími: 1 klst 35 mín
 Göngulok kl:
 20:35
 Göngutími alls:
 2 klst 33 mín
 Upphafshæð GPS:
 17 m
 Mesta hæð GPS:
 621 m
 Hækkun: 604 m
 Göngulengd: 6,8 km

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kvöldganga á Esju 08.03.2010

Kvöldganga á Esju og upp í Gunnlaugsskarð

Kvöldganga á Esju. Gengið var upp í Gunnlaugsskarð. Veður var milt en þoka og blautt, með smá snjókomu efst í fjallinu. Um þrjátíu manns tóku þátt í göngunni, þar af voru nokkrir Þorparar eins og ég. Myndirnar sem ég tók eru ekki þær bestu en gaman að sjá fólk á göngu í rökkrinu.


Ath! upplýsingar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu.
Einnig er hægt að hlaða niður korti af gönguleiðinni í PDF skjali hér að neðan. 

 Fjall: Esja upp í Gunnlaugsskarð
 Dagur: mán 08-03-2010
 Upphaf kl:
 18:00
 Hæsta punkti náð kl:
 19:35
 Uppgöngutími: 1 klst 35 mín
 Göngulok kl:
 20:47
 Göngutími alls:
 2 klst 47 mín
 Upphafshæð GPS:
 17 m
 Mesta hæð GPS:
 565 m
 Hækkun: 548 m
 Göngulengd: 9,2 km

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Valahnjúkar 06.03.2010

Valahnjúkar
Þorparar eru eins og allt annað venjulegt fólk sem vaknar snemma á morgnana, keyrir útfyrir bæinn til að ganga í kaldri rigningu í ökladjúpu vatni eða aur og þá helst upp í mót. Á laugardaginn sl. gengu þorparar á Valahnjúka og umhverfis Helgafell í rigningu og bleytu. Þrátt fyrir að hafa farið margar ferðir á Helgafell og nágrenni þá hef ég aldrei komið á Valahnjúkana sjálfa. Ferðin hófst á bílastæðinu við Kaldársel og var gengið hægra megin við vatnsból Hafnfirðinga. Sveigt var til vinstri fyrir ofan vatnsbólið, gengið yfir hrygginn inn í Valaból. Þar var sungið "í Hlíðarendakoti". þá var farið í leikinn "hvað komast margir inn í hellinn í Valabóli?"; svar: Allir í hópnum! Frá Valabóli var stímt upp á Valahnjúkahrygginn og gengið með honum endilöngum (ASA). Við endahnjúkinn var farið niður hægra megin (SV) og freistað á hringferð um Helgafell. Nokkrir fóru hinsvegar á Húsfell til að vinna upp gamlar syndir. Við hin gengum í átt að Helgafelli og svo inn í hraunið þar til við komum inn á línuveginn. Farið var aðeins lengra inn í hraunið til að finna fallegar hraunmyndarnir sem sumir segja einskonar dvergvaxnar Dimmuborgir. Því miður var snjór yfir og misstum við af þessari dýrð. Við snérum aftur inn á línuveginn og kláruðum hringinn um Helgafell með því að ganga  í stefnu að Kalárselsvatnsbólinu yfir helluhraunið milli Gvendarselshæðar og Helgafells. Þar biðu bílarnir okkar spakir. Eftir ferðina fór ég á kjörstað og kaus á móti Ice-Save og tók þátt í skoðanakönnun um sameiningarvandamál Álftnesinga. Þá var gengið til lauga í heitapott Álftaneslaugar og rædd stjórnmál við nærstadda.

Myndir úr ferðinni!

Myndir af myndavef FÍ

Ath! upplýsingar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu.
Einnig er hægt að hlaða niður korti af gönguleiðinni í PDF skjali hér að neðan.

 Fjall: Valahnjúkar & hringur um Helgafell
 Dagur: lau 06-03-2010
 Upphaf kl:
 08:57
 Hæsta punkti náð: 10:11
 Uppgöngutími: 1 klst 14 mín
 Göngulok kl:
 11:49
 Göngutími alls: 2 klst 52 mín
 Upphafshæð GPS: 86 m
 Mesta hæð GPS:  229 m
 Hækkun 143 m
 Göngulengd 9,1 km

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 10. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband