Grímannsfell 31.01.2010

Grímannsfell í Mosfellsdal

Á sunnudagsmorgni síðasta degi janúarmánaðar mætti stóri hópurinn á bílastæðið við Gljúfrastein í Mosfellsdal.  Nú átti að takast á við "fjall skáldsins" Grímannsfell. Frábært veður og kjöraðstæður til göngunnar; stilla, bjart og hiti rétt undir frostmarki. Fyrst var byrjað á smá morgunleikfimi á bílastæðinu en svo var hópnum skipt upp í tvo hópa sem gengu sitthvoru megin við köldukvísl en sameinuðust aftur rétt áður en við komum að Helgufossi. Við fossinn tóku margir myndir enda sérstaklega fallegur foss. Nokkru lengra fyrir ofan foss var farið að leita að heppilegu vaði yfir ánna. Svo hófst hin eiginlega uppgangur á fjallið. Þetta er jöfn og þægileg hækkun. Einna verst þótti mér að ekki var farið alveg á hábungu fjalllsins og vantaði lítið upp á, ekki nema 20 metra hækkun og ef til vill um 1 km krók fram og til baka. Einhverjir hlupu á toppinn en ég fylgdi konunni minni og hópnum sem stóð kyrr. Þetta er því aðeins hálfunnið verk í mínum huga og mun ég bæta úr því síðar. Þegar komið var á þann stað sem hópurinn fór hæst tókum við upp nestisbita og drukkum kaffi. Útsýni af fjallinu er gott og sést vel til allra átta. Svo var gengið niður og tæplega 9 km hring lokað aftur á bílastæðinu við Gljúfrastein. Ferðinni hjá mér lauk svo með reglulegri baðferð í Sundlaug Álftaness, sem flestir ættu að vita hvar er eftir óverðskuldaðar fréttafyrirsagnir.
Sem fyrr minni ég á að upplýsingarnar í töflunni eru úr GPS tækinu mínu, en ekki af löggildu landakorti. Hæsti punktuinn er hæsti punktur ferðarinnar en ekki fjallsins. Hér að neðan er einnig hægt að sjá gönguleiðina í PDF-skjali

Fleiri myndir hér!

Einnig er að finna fleiri myndir á myndavef Ferðafélags Íslands.

 Fjall: Grímannsfell í Mosfellsdal
 Dagur: sun 31-01-2010
 Upphaf kl:  11:07
 Hæsta punkti náð kl:  13:07
 Uppgöngutími:  2 klst
 Göngulok kl:  14:36
 Göngutími alls:  3 klst 29 mín
 Upphafshæð GPS:  84 m
 Mesta hæð GPS:  459 m
 Hækkun: 375 m
 Göngulengd GPS:
 8,9 km

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 10. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband